Mynd: EPA-EFE - The New York Times POOL

Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.
Enn er Pence brýndur til beitingar 25. viðaukans
12.01.2021 - 05:45
Katherine Clark, varaforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, brýnir Mike Pence varaforseta til að standa við stjórnskipulegar skyldur sínar og grípa til 25. viðauka stjórnarskrárinnar. Hún segir það fljótlegustu leiðina til að gera Donald Trump brottrækan úr forsetaembættinu.
Fréttastofa CNN ræddi við Katherine Clark í kjölfar þess að Trump og Pence ræddu sama, fyrsta sinni eftir árásina á þinghúsið í síðustu viku. Hún kvaðst ekki vita til þess að Pence og Nancy Pelosi, forseti fulltrúdeilarinnar, hafi rætt saman eftir þann fund.
Clark ítrekaði að forysta Demókrata í þinginu undirbyggi nú þá framlagningu ákæru á hendur Trump fyrir embættisglöp sem lögð verður fram á miðvikudag. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að varaforsetinn sé andvígur því að beita viðaukanum.