Bandaríkjamenn draga lið sitt úr keppni

epa08139384 Jorge Maqueda Pena (C) of Spain in action against Janko Bozovic (R) of Austria during the EHF Handball Men European Championship  main round match between Spain and Austria in Vienna, Austria, 18 January 2020.  EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ
 Mynd: VALDRIN XHEMAJ - EPA

Bandaríkjamenn draga lið sitt úr keppni

12.01.2021 - 21:46
Annað liðið til að draga sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta er lið Bandaríkjamanna. Þetta varð ljóst í kvöld, næsta varaþjóð á viðbragðslista IHF er Sviss og tekur hún því sæti Bandaríkjanna á mótinu.

Þetta kom fram á heimasíðu alþjóða handknattleikssambandsins í kvöld en átján leikmenn bandaríska liðsins smituðust af kórónuveirunni. Þetta hefði verið fyrsta heimsmeistaramót Bandaríkjamanna síðan árið 2001 þegar liðið lenti í neðsta sæti mótsins.

Næsta varalið af lista IHF er Sviss, en þar á eftir kemur svo Holland, liðið sem Erlingur Richardsson þjálfar. Fari það svo að Grænhöfðaeyjar þurfi að draga sig úr keppni verða Hollendingar kallaðir til.