Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Brasilíumenn hefja framleiðslu á Sputnik V

11.01.2021 - 08:12
epa08911276 A photograph made available on 30 December shows a medical worker showing a vial with Russian Sputnik V vaccine, during the vaccination against the coronavirus disease (COVID-19) at a state polyclinic in Minsk, Belarus, 29 December 2020. Belarus started mass coronavirus vaccinations with Sputnik V vaccine, local media report.  EPA-EFE/ANDREI POKUMEIKO / POOL MANDATORY CREDIT
 Mynd: EPA-EFE - BELTA POOL
Lyfjafyrirtæki í Brasilíu ætlar 15. þessa mánaðar að hefja framleiðslu á rússneska bóluefninu við kórónuveirunni, Sputnik V. Rússneska fréttastofan Tass greindi frá þessu í morgun. 

Tass sagði að brasilíska fyrirtækið hefði í síðustu viku fengið þau efni frá rússneskum framleiðendum sem þyrfti til að hefja framleiðslu á bóluefninu og að sótt hefði verið um leyfi fyrir því hjá yfirvöldum í Brasilíu.

Rússar voru fyrstir til að skrá bóluefni til notkunar gegn COVID-19 eða 11. ágúst á síðasta ári. Haft var nýlega eftir rússneskum embættismanni að til stæði að hefja framleiðslu á Sputnik-bóluefninu á Indlandi á þessu ári, að minnsta kosti 300 milljónir skammta.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV