Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ísland vann Portúgal stórt eftir magnaðan viðsnúning

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Ísland vann Portúgal stórt eftir magnaðan viðsnúning

10.01.2021 - 15:04
Ísland vann Portúgal með níu marka mun 32-23 eftir frábæran seinni hálfleik. Portúgal leiddi allan fyrri hálfleik og 12-13 stóð fyrir Portúgal í hálfleik.

Leikurinn var jafn á upphafsmínútunum en fljótlega komust Portúgalir í forystu. Eftir tíu mínútna leik var staðan 3-5 fyrir Portúgali. Þeir juku svo við forystuna og komust í 7-12. Íslendingar gerðu þá hins vegar fjögur mörk í röð á meðan Portúgalir gerðu eitt og staðan var 12-13 Portúgal í vil í leikhléi.

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og komst í fyrsta skipti í forystu í leiknum, síðan staðan var 1-0, þegar Bjarki Már Elísson kom liðinu í 13-14. Þegar stundarfjórðungur var eftir var staðan svo 22-17 fyrir Íslandi og munurinn orðinn fimm mörk. Íslenska liðið hélt svo áfram að gera allt rétt og auka við forskotið. Eftir frábæran seinni hálfleik vann Ísland að lokum með níu mörkum 32-23.

Bjarki Már Elísson var markahæstur í íslenska liðinu með 9 mörk og Elvar Örn Jónsson gerði fimm. Ágúst Elí Björgvinsson átti stórleik í íslenska markinu og varði 10 skot, þar af níu í fyrri hálfleiknum.

Ísland er nú í öðru sæti riðilsins með 4 stig eftir þrjá leiki í riðlinum en Portúgalar eru á toppnum með 6 stig eftir fjóra leiki.

Ísland og Portúgal mætast næst í fyrsta leik á HM í handbolta á fimmutdaginn kemur. RÚV sýnir beint frá HM í Egyptalandi.