Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Flak indónesísku flugvélarinnar staðsett

10.01.2021 - 11:57
epaselect epa08929582 Indonesian Marine Leader Major General Suhartono (R) and NAVY desplay debris while on a boat during a search and rescue operation near the suspected crash site of Sriwijaya Air flight SJ182 in the waters off Jakarta, 10 January 2021. According to an airline spokesperson, contact to Sriwijaya Air flight SJ182 was lost on 09 January 2021 shortly after the aircraft took off from Jakarta International Airport while en route to Pontianak in West Kalimantan province. A search and rescue operation is under way.  EPA-EFE/Bagus Indahono
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Leit stendur enn yfir að flaki flugvélar indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air sem hrapaði í sjóinn skammt frá Jakarta í gærmorgun, um fjórum mínútum eftir að hún tók á loft þaðan. Talið er víst hvar það er, en boð berast frá svörtum kössum vélarinnar semr fundust í morgun.

Vonast er til þess að upplýsingarnar úr kössunum varpi ljósi á hvað varð til þess að vélin, sem var af gerðinni Boeing 737-500 hrapaði. Kafarar vinna nú að því að koma kössunum í land.

62 voru um borð í vélinni, allir voru Indónesar og þar af voru tíu börn.

Í nótt fundu björgunarsveitir brak og ýmsa hluti úr vélinni. Líkamsleifar fimm manna hafa fundist.

Indónesísk flugfélög eru almennt neðarlega á listum yfir öruggustu flugfélögin, og var fyrir rúmum áratug bannað að fljúga inn í evrópska og bandaríska lofthelgi því flugmálayfirvöld þar sinntu ekki nægilega vel eftirliti með farþegavélum í landinu. Banninu var svo aflétt fyrir tveimur árum.