Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Allsterkur jarðskjálfti norður af Grindavík

Jarðskjálfti, 4.1 að stærð, varð kl. 03.15 aðfaranótt 10. janúar 2021, um 6 kílómetra norður af Grindavík.
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 varð á Reykjanesi klukkan 3.15 í nótt. Upptök skjálftans voru á 5,2 kílómetra dýpi, um 6 kílómetra norður af Grindavík. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að þangað hafi borist tilkynningar um skjálftann víðsvegar af Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og frá Borgarnesi.

Nokkrir litlir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, þeir stærstu 1,1 að stærð.