
Halda uppi lágmarkssamgöngum við umheiminn
Reynt að útvega próf með litlum fyrirvara
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi í Danmörku og eftir klukkan fimm í dag þurfa allir sem fara frá Íslandi til Danmerkur að geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki má vera eldra en sólarhringsgamalt. Icelandair hefur reynt að koma til móts við farþega, með því að bjóða þeim að flýta för sinni eða breyta bókuninni. Áður hafa ríki sett reglur um að fólk þurfi að framvísa prófi sem er yngra en þriggja sólarhringa gamalt, en kröfur um sólarhringsgamalt próf setja flugsamgöngum auknar skorður, sérstaklega ef þessi krafa verður almenn. „Það þarf mikið samstarf, heilsugæslan og heilbrigðisyfirvöld þurfa að bregðast við og hafa sýnt mikinn sveigjanleika síðasta sólarhringinn, síðan þetta kom upp því það hefur tekið lengri tíma að gefa út prófin heldur en þetta,“ segir Bogi Nils.
EItt til þrjú flug á dag
Ferðavilji er lítill á helstu markaðssvæðum Icelandair og hertar aðgerðir á landamærum ytra ekki til að auka hann. Bogi segir að starfsemi Icelandair færist nú í svipað horf og fyrir jólavertíðina. Hann segir útspil danskra stjórnvalda eitt og sér ekki hafa mikil áhrif á áætlanir félagsins, haldið verði uppi grunntengingum við umheiminn. „Við horfum í framhaldinu til þess að halda samgöngum gangandi við staði eins og Boston, Amsterdam, London og Kaupmannahöfn og væntanlega fer þetta niður í svona eitt til þrjú flug á dag.“