Tommy Ford, sem er 31 árs, skíðaði á hlið í brautinni og missti í kjölfarið stjórn sem endaði með því að hann féll fram fyrir sig og rann þannig marga metra í snjónum þar til hann stöðvaðist við öryggisnet. Ford lá hreyfingarlaus með andlitið í snjónum eftir slysið segir í frétt Seattle Times. Hann var sóttur með sjúkraþyrlu tuttugu mínútum síðar. Ekki hefur verið greint frá meiðslum hans að öðru leyti en að hann hafi fengið högg á hálsinn og verið fluttur á brott með hálsspelku.
Samkvæmt tilkynningu frá bandaríska skíðasambandinu segir að hann hafi verið með meðvitund og getað talað við bráðaliða þegar þeir sóttu hann.