Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Alvarlegt slys á heimsmeistaramótinu í stórsvigi

epa08927633 USA's Tommy Ford is taken to a hospital by a helicopter after his fall in the men's giant slalom race at the FIS Alpine Skiing World Cup in Adelboden, Switzerland, 09 January 2021.  EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE

Alvarlegt slys á heimsmeistaramótinu í stórsvigi

09.01.2021 - 13:30
Bandaríski skíðamaðurinn Tommy Ford slasaðist alvarlega á heimsmeistaramótinu í stórsvigi í Sviss í dag.

Tommy Ford, sem er 31 árs, skíðaði á hlið í brautinni og missti í kjölfarið stjórn sem endaði með því að hann féll fram fyrir sig og rann þannig marga metra í snjónum þar til hann stöðvaðist við öryggisnet. Ford lá hreyfingarlaus með andlitið í snjónum eftir slysið segir í frétt Seattle Times. Hann var sóttur með sjúkraþyrlu tuttugu mínútum síðar. Ekki hefur verið greint frá meiðslum hans að öðru leyti en að hann hafi fengið högg á hálsinn og verið fluttur á brott með hálsspelku.

Samkvæmt tilkynningu frá bandaríska skíðasambandinu segir að hann hafi verið með meðvitund og getað talað við bráðaliða þegar þeir sóttu hann.

epa08927615 USA's injured Tommy Ford after crashing into a gate during the first run of the men's giant slalom race at the FIS Alpine Skiing World Cup in Adelboden, Switzerland, 09 January 2021.  EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE
Ford lá hreyfingarlaus á maganum eftir slysið