Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“

epa08916680 An ambulance worker stands outside the Royal London Hospital in London, Britain, 03 January 2021. Coronavirus cases are continuing to surge across England with hospital admissions reaching new highs. More Covid patients tare now being treated in England than during the first wave in April.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.

Víða um heim hefur verið gripið til hertra sóttvarnaraðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins, þar á meðal í Kína, Japan, Kanada, Líbanon og á Englandi.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Rauði krossinn hvetja til hertra aðgerða enda sé hvergi skjól að finna fyrr en öll ríki heims verði orðinn örugg fyrir veirunni. „Veröldin er ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfi hennar“, segir í yfirlýsingu frá Alþjóða Rauða Krossinum.

Nú hefur nærri ein koma níu milljón látist af völdum COVID-19 og um 87 milljónir tilfella eru skráðar.