Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Stofnar hreyfingu sem kannski verður að flokki

08.01.2021 - 12:23
Erlent · Danmörk · Evrópa · Stjórnmál · Venstre
Mynd með færslu
 Mynd: TV2
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi formaður hægri flokksins Venstre í Danmörku og fyrrum forsætisráðherra, hefur stofnað nýja stjórnmálahreyfingu sem hann segir að verði kannski síðar að stjórnmálaflokki.

Hann sagði sig úr Venstre á nýársdag og er talið að sú ákvörðun formanns flokksins Jakobs Elleman-Jensen að Inger Støjberg hætti sem varaformaður hafi verið meðal ástæðna þess að hann yfirgaf flokkinn. 

„Kannski er þetta upphafið að stofnun nýs stjórnmálaflokks,“ sagði forsætisráðherrann fyrrverandi, sem nú er þingmaður utan flokka, í þættinum Ugens gæst í danska ríkisútvarpinu í dag. Greint er frá þessu á vef DR, danska ríkisútvarpsins. 

Á vefsíðu hreyfingarinnar nýju útskýrir Lars Løkke pólitískar hugsjónir sínar þar sem samvinna miðjuflokka ber hæst. Hann segir að það séu eru margir stjórnmálaflokkar í Danmörku og ekki þörf á að stofna nýjan nema hann eigi erindi. Kannski verði það svo.