Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Manyonga kemur sér í klípu fyrir notkun ólöglegra lyfja. Árið 2012 fékk hann 18 mánaða keppnisbann fyrir ólöglega lyfjanotkun.
Mögulegt er að keppnisbann Manyonga verði þyngt um tólf mánuði í viðbót. Suður-Afríkubúinn er þrítugur og þótti líklegur til að berjast um gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Luvo Manyonga hefur stokkið lengst 8,65 m á ferlinum (árið 2017) sem er Afríkumet í langstökki.