Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Einn besti langstökkvari heims bannaður

epa05482372 Luvo Manyonga of South Africa competes in the men's Long Jump final of the Rio 2016 Olympic Games Athletics, Track and Field events at the Olympic Stadium in Rio de Janeiro, Brazil, 13 August 2016.  EPA/MATT CAMPBELL
 Mynd: EPA

Einn besti langstökkvari heims bannaður

08.01.2021 - 20:25
Suður-Afríski langstökkvarinn Luvo Manyonga hefur verið dæmdur í 12 mánaða keppnisbann fyrir brot á lyfjareglum. Manyonga sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og varð heimsmeistari á HM í frjálsum íþróttum í London 2017 missir því af Ólympíuleikunum í Tókýó.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Manyonga kemur sér í klípu fyrir notkun ólöglegra lyfja. Árið 2012 fékk hann 18 mánaða keppnisbann fyrir ólöglega lyfjanotkun.

Mögulegt er að keppnisbann Manyonga verði þyngt um tólf mánuði í viðbót. Suður-Afríkubúinn er þrítugur og þótti líklegur til að berjast um gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Luvo Manyonga hefur stokkið lengst 8,65 m á ferlinum (árið 2017) sem er Afríkumet í langstökki.