Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Upplýsingafundur almannavarna 7. janúar 2021

Mynd: Almannavarnir / Almannavarnir
Upplýsingafundur almannavarna og embættis landlæknis hefst klukkan rúmlega 11 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á RÚV, Rás 2 og hér á Rúv.is. Þau Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, fara yfir stöðu mála. Vísbendingar voru í morgun um að innanlandssmitum sé að fjölga en staðfestar tölur verða birtar klukkan 11 á covid.is og hér á RÚV.
 
sunnav's picture
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV