Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

ML, FSu, Borgó og ME áfram í Gettu betur

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

ML, FSu, Borgó og ME áfram í Gettu betur

07.01.2021 - 10:54

Höfundar

Fjórar viðureignir fóru fram í Gettu betur í gær. Menntaskólinn að Laugarvatni, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Borgarholtsskóli og Menntaskólinn á Egilsstöðum sigruðu sínar viðueignir og lið skólanna eru því öll komin áfram í næstu umferð.

Úrslit gærkvöldsins:

Menntaskólinn á Ísafirði - Menntaskólinn að Laugarvatni: 17-19
Fjölbrautaskóli Suðurlands - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: 17-11
Borgarholtsskóli - Framhaldsskólinn á Laugum: 10-5
Menntaskólinn á Egilsstöðum - Menntaskólinn við Sund: 22-10

Síðasta kvöld fyrstu umferðar fer fram í kvöld og þá kemur í ljós hvaða 16 skólar verða í 16-liða úrslitum. 

19:00: Menntaskólinn í Reykjavík - Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
19:40: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranes
20:20: Verzlunarskóli Íslands - Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Allar viðueignir kvöldsins verða í beinu streymi á ruv.is og seinni tvær viðureignirnar verða einnig í beinni útsendingu á Rás 2.