Ísland spilar við Portúgal á ný í undankeppninni á Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudag klukkan 16:00. Svo heldur liðið til Egyptalands þar sem það keppir á HM. Allir leikir Íslands á HM verða sýndir á RÚV og lýst í útvarpinu á Rás 2. Mun fleiri leikir frá mótinu verða svo einnig sýndir á rásum RÚV, flestir á RÚV 2.
Hér má sjá lista yfir beinar útsendingar frá HM fram undan.
Ísland er í F-riðli á HM í Egyptalandi með Portúgal, Alsír og Marokkó. Þrjú þessarra liða komast áfram í milliriðlakeppni mótsins. Þar bíða Noregur, Frakkland og Austurríki. Bandaríkin eru fjórða liðið í E-riðli, en liðið fer nú tæplega áfram í milliriðilinn.
Leikir Íslands fram undan
Dags. | Viðburður | Keppni | Tími | Rás |
---|---|---|---|---|
10. jan | Ísland - Portúgal | Undankeppni EM | 16:00 |
|
14. jan | Ísland - Portúgal | HM í Egyptalandi | 19:30 |
|
16. jan | Ísland - Alsír | HM í Egyptalandi | 19:30 |
|
18. jan | Ísland - Marokkó | HM í Egyptalandi | 19:30 |
|
20. jan | Milliriðill | HM í Egyptalandi |
|
|
22. jan | Milliriðill | HM í Egyptalandi |
|
|
24. jan | Milliriðill | HM í Egyptalandi |
|
Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast svo í 8-liða úrslit HM. Þau verða leikin miðvikudaginn 27. janúar. Undanúrslitin eru svo spiluð föstudaginn 29. janúar og leikið um verðlaun sunnudaginn 31. janúar.