Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Facebook úthýsir Trump

epa06475918 US President Donald J. Trump (L) adresses a plenary session next to German Klaus Schwab, Founder and Executive Chairman of the World Economic Forum (WEF) during the 48th WEF Annual Meeting in Davos, Switzerland, 26 January 2018. The meeting
 Mynd: EPA-EFE - Keystone
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Facebook gaf það út nú síðdegiss að Donald Trump forseti Bandaríkjanna sé ekki lengur velkominn á miðlinum og að reikningi hans hafi verið lokað, að minnsta kosti þar til að lyklaskipti hafa orðið í Hvíta húsinu.

Zuckerberg sagði í færslu sinni að það fylgi því of mikil áhætta að leyfa forsetanum að notfæra sér miðla fyrirtækisins, einkum þegar ástandið í landinu væri óstöðugt og að aðgangur hans yrði lokaður að minnsta kosti fram yfir 20. janúar.

Washinton Post greinir frá. Forsetinn hefur verið í skammakróknum frá því í gær á samfélagsmiðlunum sem og hjá öðrum miðlum eins og Twitter sem hann notar jafnan mjög mikið. 12 klukkustunda Twitter bann forsetans er runnið út en ekkert hefur heyrst frá honum frá því í gærkvöldi þegar stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið í Washinton.

Twitter hefur ekki gefið út hvort að aðgangurinn verði lokað varanlega en reglulega hefur miðillinn merkt færslur forsetans sérstaklega, og sagt ásakanir og fullyrðingar í færslum hans vera rangar eða misvísandi. Til að mynda kom miðillinn í veg fyrir að hægt væri að deila ávarpi hans frá því í gærkvöldi þar sem hann sakaði mótframbjóðanda sinn um kosningasvindl og að niðurstaða kosninganna væri ólögleg.