Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Borgarstjóri segir Trump bera ábyrgð á áhlaupinu

epaselect epa08923723 Police set up barriades to clear the East Front of the US Capitol as a curfew begins after pro-Trump protesters stormed the grounds leading to chaos, in Washington, DC, USA, 06 January 2021. Various groups of Trump supporters have broken into the US Capitol and rioted as Congress prepares to meet and certify the results of the 2020 US Presidential election.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D.C. höfuðborgar Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi í nótt að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé talinn bera ábyrgð á áhlaupi stuðningsmanna hans á þinghúsið.

Borgarstjóri tilkynnti jafnframt að útgöngubann í borginni verði í gildi áfram um fimmtán daga skeið eða þar til daginn eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta.

Robert Contee, lögreglustjóri í Washington-borg, upplýsti á sama blaðamannafundi að minnst fjögur séu látin eftir óspektirnar í gærkvöldi, þeirra á meðal kona á fertugsaldri sem skotin var inni í þinghúsbyggingunni.

Jafnframt hafi 52 verið handtekin og vopn gerð upptæk auk þess sem rörasprengjur hafi fundist á minnst tveimur stöðum í borginni. Einnig kom fram í Contees að allmargir lögreglumenn særðust í viðureign sinni við mótmælendur.

Nokkrar skemmdir urðu á þinghúsbyggingunni þegar mótmælendur ruddust inn auk þess sem rótað var í gögnum þingmanna á skrifstofum þeirra.