Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Trump ávarpar útifund á morgun

epa08921141 Trump supporters participate in a rally outside the US Supreme Court in Washington, DC, USA, 05 January 2021. Right-wing conservative groups have begun to protest against the US Congress counting the electoral college votes, scheduled for 06 January. Dozens of state and federal judges have shot down challenges to the 2020 presidential election, finding the accusations of fraud to be without merit.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti staðfestir að hann ætli að ávarpa fjöldafund stuðningsfólks síns í Washington á morgun, sama dag og Bandaríkjaþing staðfestir kjör Joes Biden eftirmanns hans.

Hann hvetur fólk til að mæta snemma í Ellipse-, eða Sporbaugsgarðinn sem er hluti af svokölluðum Forsetagarði sunnan við Hvíta húsið.

„Ég ætla að taka til máls á Björgum Ameríku fundinum í Ellipse á morgun kl. 11,“ skrifað forsetinn á Twitter og sagðist lofa fjölmenni. Biden flytur ávarp frá heimili sínu í Delawere á morgun, eftir að hann fundar með efnahagsráðgjöfum sínum. 

Fjöldi fólks safnaðist saman í Washington í dag, en könnun sem gerð var í síðasta mánuði leiðir í ljós að um helmingur kjósenda Repúblikanaflokksins telur Trump hafa sigrað í forsetakosningunum. Allmargir segjast ráðvilltir varðandi niðurstöður kosninganna og viti ekki hverju eigi að trúa.