Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Lögmenn Assange vilja hann lausan gegn tryggingu

epa08919007 A demonstrator holds a placard with Julian Assange's photograph as protesters stand in front of the British Embassy, asking for WikiLeaks founder Julian Assange to be released, Brussels, Belgium, 04 January 2021. London's Old Bailey courthouse ruled on 04 January 2021 Julian Assange cannot be extradited from Britain to USA to face espionage charges over the publication of secret US military documents.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefjast þess að hann verði látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Sú krafa verður borin upp við dómara síðar í dag.

Nú er þess jafnframt beðið hvort stjórnvöld í Washington ákveði að áfrýja þeirri niðurstöðu dómara að Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Stjórnvöld þar í landi lýstu miklum vonbrigðum með þá ákvörðun og hafa nú tvær vikur til áfrýjunar.

Nils Melzer lögfræðingur sem berst gegn pyntingum fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna fagnaði því að Assange skyldi ekki framseldur og krafðist þess jafnramt að hann yrði tafarlaust látinn laus.

„Það á að veita honum uppreist æru og bæta honum þær misþyrmingar og gerræði sem hann hefur mátt þola,“ segir Melzer.

Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, bauð Assange hæli þegar niðurstaða dómarans lá fyrir og Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði hann velkominn heim aftur þegar niðurstöður liggja fyrir í dómsmálum gegn honum.