Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Kínversk yfirvöld hindra för fulltrúa WHO

epa08525407 World Health Organization (WHO) Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus attends a press conference organized by the Geneva Association of United Nations Correspondents (ACANU) amid the COVID-19 pandemic, caused by the novel coronavirus, at the WHO headquarters in Geneva, Switzerland, 03 July 2020.  EPA-EFE/FABRICE COFFRINI
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE
Kínversk yfirvöld hindruðu í gær komu fulltrúa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar inn í landið. Rökin eru þau að beiðni fulltrúanna um vegabréfsáritun hafi ekki verið afgreidd enn.

Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri stofnunarinnar lýsti í gær þungum vonbrigðum vegna þeirrar ákvörðunar Kínastjórnar, samkomulag hefði náðst og að tveir hefðu þegar verið lagðir af stað til Kína.

Ghebreyesus áréttaði jafnframt mikilvægi ferðarinnar til Kína og að hann vonaðist til að þarlend stjórnvöld stæðu við loforð um að afgreiða áritanir fljótt. 

Til stóð að tíu fulltrúar stofnunarinnar hæfu nú í vikunni rannsókn á uppruna kórónuveirufaraldursins í borginni Wuhan en samningaviðræður þess efnis hafa staðið yfir frá því í sumar. Einkum þykir mikilvægt að komast á snoðir hvernig veiran rataði úr dýrum í menn.