Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Eldur í hjólhýsi í Laugardal

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Eldur kviknaði í hjólhýsi í Laugardal á sjöunda tímanum í morgun. Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að hjólhýsið hafi brunnið til ösku en engan hafi sakað. Eldsupptök eru enn ókunn.

Hann segir einnig að fjöldi sjúkraflutninga hafi verið „geigvænlegur“ síðasta sólarhringinn. Sjúkrabílar fóru í 146 útköll, 30 af þeim voru forgangsflutningar og einnig voru 15 verkefni tengd COVID-19. Dagvaktin í gær fór í 116 flutninga sem varðstjóri segir mjög óvenjulega mikið.

 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV