Mynd: KRF - Kringvarp Færeyja

Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.
Ekkert banaslys í færeyskri umferð árið 2020
06.01.2021 - 03:23
Erlent · Banaslys · Bifreiðar · Bílar · COVID-19 · Evrópa · Færeyjar · umferð · Umferðarslys · Umferðaröryggi
Enginn lést í umferðarslysi í Færeyjum árið 2020 samkvæmt opinberum bráðabirgðatölum umferðareftirlits þar í landi. Þetta er í annað sinn á undanförnum þremur árum sem umferðin kostar ekki mannslíf í Færeyjum.
Á hverju ári undanfarin fimmtíu ár, hefur einhver farist í umferðarslysi í Færeyjum að undanskildum þessum tveimur.
Umferðarslysum í landinu hefur ekki fækkað en fólk slasast í um þrjátíu slysum árlega að meðaltali. Fyrir fáeinum áratugum voru slík slys um það bil tvöfalt fleiri en fækkun þeirra er sögð haldast í hendur við það þegar viðmiðunarmörk áfengis í blóði ökumanna voru lækkuð.
Í skýrslu færeyska umferðareftirlitsins segir að tölurnar sanni að stöðugar umbætur í átt að auknu umferðareftirliti borgi sig. Eins kemur fram að færri hafi verið á ferðinni en í meðalári vegna kórónuveirufaraldursins en að lögregla hafi gripið tiltölulega marga fyrir of hraðan akstur.