Sanna Elkadiri, sem starfar á hjúkrunarheimili í Veghel í suðurhluta Hollands, fékk fyrstu sprautuna í morgun. Mynd: EPA-EFE - ANP
Byrjað var að bólusetja við kórónuveirunni í Hollandi í morgun. Holland er síðasta ríki Evrópusambandsins til að hefja bólusetningar, en þær hófust almennt í ríkjum sambandsins 27. desember.
Hollenska stjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir seinagang í þessum efnum, en Mark Rutte forsætisráðherra kvaðst í vikunni vonsvikinn yfir stöðu mála. Í Hollandi hafa strangar sóttvarnarreglur og útgöngubann verið í gildi síðan um miðjan desember.
Starfsmaður á hjúkrunarheimili í bænum Veghel í suðurhluta landsins fékk fyrstu sprautuna í morgun.