Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Bólusetning hafin í Hollandi

06.01.2021 - 10:05
epa08921478 Sanna Elkadiri, employee of Het Wereldhuis nursing home, receives the first Pfizer vaccine in Veghel, The Netherlands, 06 January 2021. Providers of acute care, such as ambulance personnel and IC staff, are pricked against the coronavirus in various hospitals.  EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN
Sanna Elkadiri, sem starfar á hjúkrunarheimili í Veghel í suðurhluta Hollands, fékk fyrstu sprautuna í morgun. Mynd: EPA-EFE - ANP
Byrjað var að bólusetja við kórónuveirunni í Hollandi í morgun. Holland er síðasta ríki Evrópusambandsins til að hefja bólusetningar, en þær hófust almennt í ríkjum sambandsins 27. desember.

Hollenska stjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir seinagang í þessum efnum, en Mark Rutte forsætisráðherra kvaðst í vikunni vonsvikinn yfir stöðu mála. Í Hollandi hafa strangar sóttvarnarreglur og útgöngubann verið í gildi síðan um miðjan desember.

Starfsmaður á hjúkrunarheimili í bænum Veghel í suðurhluta landsins fékk fyrstu sprautuna í morgun.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV