Janúar
Tónlistarárið 2020 byrjaði fyrir alvöru með því að Billie Eilish ryksugaði upp Grammy-verðlaunin, fyrir plötu ársins When We All Fall Asleep, Where Do We Go og Bad Guy var valið lag ársins 2019. Hún var einnig kosin besti nýliðinn.
Annar listamaður sem var áberandi var kanadíski tónlistarmaðurinn Weeknd sem gaf út Blinding Lights í lok nóvember. Lagið fór á toppinn í tuttugu og fjórum löndum og sat á toppi Billboard Hot 100 í rúman mánuð, í Þýskalandi í 10 vikur, Bretlandi í 8 vikur, Ástralíu og Kanada í 11 vikur sem nægði til þess að gera Blinding Lights að vinsælasta og stærsta singul sögunnar til þessa.
Áhugaverðar og vinsælar plötur sem komu út í janúar voru meðal annars plötur Mac Miller – Circles, Georgia – Seeking Thrills, J Hus – Big Conspiracy og fyrsta plata Bonny Light Horseman sem var samnefnd sveitinni.