Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Saksókn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum ákveðin í dag

epaselect epa05037808 Belgian security forces during a police operation in Molenbeek, Belgium, 22 November 2015. The city of Brussels will remain at Belgium's highest level of terrorism alert following a decision made by the Belgian national security
 Mynd: EPA
Belgískir dómarar taka í dag ákvörðun hvort hefja skuli glæparéttarhöld yfir þrettán mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum í Brussel árið 2016.

Nokkrir þeirra eru jafnframt taldir hafa átt þátt í hryðjuverkum í Frakklandi í nóvember árið áður. Salah Abdeslam er sagður vera eini eftirlifandi þeirra sem stóðu að hryðjuverkaárásunum í París sem kostuðu 130 mannslíf.

Alls fórust 32 í atlögunni í Brussel og 340 særðust. Það er versta árás sem gerð hefur verið á Belgíu frá stríðslokum 1945. Verði af saksókn á hendur mönnunum, sem saksóknarar hvetja mjög til, er ólíklegt að réttarhöld hefjist fyrr en seinnihluta árs 2022 en búist er við að réttarhöldum yfir þeim ljúki í Frakklandi í mars það ár.