Þrettándinn er á morgun og þá taka margir landsmenn niður jólaskrautið, þar á meðal jólatréð. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstrar og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, segir að borgin taki ekki við jólatrjám og því þýði ekkert að henda þeim út á götu. Best sé að fara með þau beint á Sorpu eða að fá fulltrúa íþróttafélaganna til þess að sækja þau.