Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Færeysk veitinga- og öldurhús fá að hafa opið lengur

05.01.2021 - 01:42
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Veitingahúsum, börum og næturklúbbum í Færeyjum er ekki lengur gert að loka klukkan tíu að kvöldi. Tilskipun Helga Abrahamsen iðnaðar- og viðskiptaráðherra þess efnis sem tók gildi um miðjan desember rann út 4. janúar og ekki er útlit fyrir að nauðsyn sé að framlengja henni.

Ráðherrann segir að tilfellum COVID-19 hafi ekki fjölgað yfir hátíðirnar eins og óttast var að gæti gerst. Tilskipunin hafi verið gefin út til að stemma stigu við aukinni útbreiðslu faraldursins og það virðist hafa tekist.

Abrahamsen segir að fylgst verði með stöðunni og ef síðar megi rekja fjölgun smita til veitinga- eða öldurhúsa verði staðan endurmetin. Fullt samráð verði jafnframt haft við heilbrigðisyfirvöld.