Daði hefur birt myndband á samskiptamiðlum þar sem hann segir lagið vera næstum tilbúið en hann þarfnist aðstoðar á lokametrunum.
„Ég vil hafa stóran kórkafla í laginu en ég hef ekki aðgang að kór á þessari stundu. Þess vegna þarf ég þig í kórinn,“ segir hann og lætur leiðbeiningar fylgja með um sönginn sem óskað er eftir. Hann vantar alls sjö mismunandi raddir í kórinn og biður áhugasama um að senda upptökur fyrir 11. janúar.
I need your voice!
I'm putting together a choir for the @Eurovision 2021 song.
Here are the voices I will need:https://t.co/3kPNXWH8M8
Please send your audio files to [email protected]
Deadline is January 11th
Thank you <3 pic.twitter.com/gvcNWE7xFz— Daði Freyr (@dadimakesmusic) January 4, 2021
Daði nýtir sér með þessu breytingar sem orðið hafa á reglum Eurovision vegna COVID-19. Nú er heimilt að styðjast við bakraddir sem teknar eru upp fyrir fram í lögunum. Breytingarnar eru tímabundnar og ætlað að gera þátttökuþjóðum hægara um vik í faraldrinum. Engin takmörk eru fyrir því hversu margar raddir má styðjast við í upptökunum og hafa breytingarnar því opnað fyrir nýja möguleika í samsetningu laganna sem taka þátt.
Lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu vann Söngvakeppnina 2020 en vegna COVID-19 var hætt við Eurovision sem átti að fara fram í Rotterdam í fyrra. Lagið hefur síðan orðið að vinsælum smelli víða um heim og aðdáendahópurinn margfaldast. Daði ætti því ekki að eiga í vandræðum með að smala röddum í nýja lagið.