Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Daða Frey vantar raddir í nýja Eurovision-lagið

Mynd með færslu
 Mynd: Daði Freyr

Daða Frey vantar raddir í nýja Eurovision-lagið

05.01.2021 - 10:12

Höfundar

Daði Freyr Pétursson stígur ásamt Gagnamagninu á svið í Eurovision í Rotterdam í maí. Hann er að leggja lokahönd á lagið en hann þarfnast hjálpar við að reka smiðshöggið á það.

Daði hefur birt myndband á samskiptamiðlum þar sem hann segir lagið vera næstum tilbúið en hann þarfnist aðstoðar á lokametrunum. 

„Ég vil hafa stóran kórkafla í laginu en ég hef ekki aðgang að kór á þessari stundu. Þess vegna þarf ég þig í kórinn,“ segir hann og lætur leiðbeiningar fylgja með um sönginn sem óskað er eftir. Hann vantar alls sjö mismunandi raddir í kórinn og biður áhugasama um að senda upptökur fyrir 11. janúar.

Daði nýtir sér með þessu breytingar sem orðið hafa á reglum Eurovision vegna COVID-19. Nú er heimilt að styðjast við bakraddir sem teknar eru upp fyrir fram í lögunum. Breytingarnar eru tímabundnar og ætlað að gera þátttökuþjóðum hægara um vik í faraldrinum. Engin takmörk eru fyrir því hversu margar raddir má styðjast við í upptökunum og hafa breytingarnar því opnað fyrir nýja möguleika í samsetningu laganna sem taka þátt. 

Lagið Think About Things með Daða og Gagna­magn­inu vann Söngv­akeppn­ina 2020 en vegna COVID-19 var hætt við Eurovisi­on sem átti að fara fram í Rotterdam í fyrra. Lagið hefur síðan orðið að vinsælum smelli víða um heim og aðdáendahópurinn margfaldast. Daði ætti því ekki að eiga í vandræðum með að smala röddum í nýja lagið.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Daði Freyr á toppi Rásar 2 árið 2020

Tónlist

Daði Freyr vildi alls ekki syngja Jaja Ding Dong

Tónlist

Engin söngvakeppni - Daði keppir fyrir hönd Íslands

Popptónlist

„Fimm Daðar er samt ekki nóg“