Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Björgunarsveitir forðuðu sér á hlaupum í Ask

05.01.2021 - 15:47
epa08919916 Rescue workers interrupt the search in the ruins, after an alarm was triggered in the area of a major landslide in Ask, some 40 kilometers north of Oslo, Norway, 05 January 2021, after a major landslide destroyed several buildings on 30 December 2020. A number of homes have been taken by the landslide and so far seven people have been found dead, while three are still missing. More than 1,000 people in the area have been evacuated.  EPA-EFE/TERJE PEDERSEN  NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB
Björgunarmenn í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi áttu fótum fjör að launa í morgun. Þá hrundi úr sárinu sem myndaðist við jarðfall í bænum fyrir áramót.

Ask stendur á gömlum sjávarbotni. Jarðvegurinn undir bænum er óstöðugur leir, eða svokallaður kvikleir. Hann getur farið á hreyfingu í miklum rigningum. Það gerðist 30. desember. Leirinn skreið af stað og hreif með sér hús og önnur mannvirki á stóru svæði.

Leitað hefur verið að týndu fólki frá því að skriðan rann. Sjö hafa fundist látin. Þriggja er enn saknað. Hlé var gert á leitinni þegar hrunið byrjaði í morgun.

Björgunarsveitir segja að það megi búast við skriðum eins og aðstæðurnar eru núna. Hrunið hefur úr bökkunum síðustu daga. Talið er að skriðan í morgun hafi verið allt að þrjátíu metra breið. Engar skemmdir urðu á tækjum eða tækjabúnaði.

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur