Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Tækniskólinn, MA og Kvennó unnu í Gettu betur kvöldsins

Gettu betur 2021
 Mynd: RÚV - Ljósmynd

Tækniskólinn, MA og Kvennó unnu í Gettu betur kvöldsins

04.01.2021 - 21:02

Höfundar

Fyrsta umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, var í kvöld. Þrjár viðureignir voru háðar og fóru leikar þannig að Tækniskólinn vann Verkmenntaskóla Austurlands 29-11, Menntaskólinn á Akureyri vann Menntaskóla í tónlist 23-6 og Kvennaskólinn í Reykjavík vann Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 24-12.

Þetta er 36. keppnisár Gettu betur en fyrsta keppnin var haldin í Sjónvarpinu árið 1986. Í ár berjast 26 skólar um hinn eftirsótta hljóðnema en í fyrra sigraði Menntaskólinn í Reykjavík lið Borgarholtsskóla í úrslitaviðureigninni.

Líkt og í fyrra er Kristjana Arnarsdóttir spyrill og spurningahöfundar og dómarar eru Jóhann Alfreð Kristinsson, Laufey Haraldsdóttir og Sævar Helgi Bragason.

Næstu viðureignir í Gettu betur:

5. janúar

  • 19:00: Framhaldsskólinn á Húsavík - Menntaskólinn við Hamrahlíð
  • 19:40: Fjölbrautarskólinn við Ármúla - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
  • 20:20: Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu - Menntaskólinn í Kópavogi

6. janúar

  • 19:00: Menntaskólinn á Ísafirði - Menntaskólinn að Laugarvatni
  • 19:40: Fjölbrautarskóli Suðurlands - Fjölbrautarskólinn í Breiðholti
  • 20:20: Borgarholtsskóli - Framhaldsskólinn á Laugum
  • 21:00: Menntaskólinn á Egilsstöðum - Menntaskólinn við Sund

7. janúar

  • 19:00: Menntaskólinn í Reykjavík - Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
  • 19:40: Fjölbrautarskólinn í Garðabæ - Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranes
  • 20:20: Verzlunarskóli Íslands - Fjölbrautarskóli Suðurnesja

Allar viðureignirnar verða í beinni útsendingu á vefnum og þá verður einnig hægt að fylgjast með á Rás 2. 

 

 

Tengdar fréttir

Mynd með færslu
Sjónvarp

Fyrsta umferð í Gettu betur

Menningarefni

Spennandi viðureignir fram undan í Gettu betur

Menningarefni

Dregið í Gettu betur í dag

Sjónvarp

Þrír dómarar Gettu betur öll í sama bekk í MR