Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Óttast langar biðraðir flutningabíla við landamærin

04.01.2021 - 03:11
epa08912400 Lorries arrive at the port of Dover, Britain, 31 December 2020. At 11pm on 31 December 2020 Britain will officially leave the European Union.  EPA-EFE/VICKIE FLORES
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Búist er við að þúsundir flutningabíla sem flytja vörur frá Bretlandi safnist að helstu leiðum yfir til meginlandsins í dag. Frá því að Bretland yfirgaf innri markað Evrópusambandsins um áramót hafa landamæraverðir átt heldur náðuga dag vegna helgar- og hátíða.

Breyting verður á því í dag, sem kveikir áhyggjur yfir því að pappírum og skjölum sem framvísa þarf við landamærin verði iðulega ábótavant. Breska ríkisstjórnin óttast að það valdi töfum ef vörubílstjórum verður gert að snúa unnvörpum við á landamærunum.

Áhyggjur beinast helst að smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem ekki eru tilbúin með þau skjöl sem nú þarf að framvísa svo hægt verði að koma vörum til Evrópu. Til að bæta gráu ofan á svart krefjast frönsk yfirvöld þess að bílstjórar fái sýni fram á neikvæða niðurstöðu í kórónuveiruprófi.

Fari allt á versta veg gætu allt að 7.000 flutningabílar setið fastir í röð við Dover en ef til þess kemur verður þeim beint inn á yfirgefinn flugvöll í nágrenninu, til að draga úr álaginu á vegunum.