Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Lögreglan varar við mikilli hálku á höfuðborgarvæðinu

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæ? - Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku á götum og gangstéttum í borginni. Hiti er nú rétt yfir frostmarki en mikið rigndi í gærkvöldi og í nótt.

Nóttin var annars að mestu tíðindalítil að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Síðdegis í gær braut kona rúðu í veitingastað eftir að henni var synjað um afgreiðslu og vísað á dyr. Hún var horfin á braut þegar lögreglan kom á staðinn.

Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi kvörtuðu íbúar í Garðabæ undan þungum dynkjum og marri frá byggingakrana. Vírar slógust utan í kranabómuna með óskaplegum hávaða sem truflaði svefn í nálægum húsum.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV