
Harris segir símtal Trumps merki um örvæntingu
Harris sagði á kosningafundi í borginni Savannah í gær að forsetinn og samstarfsfólk hans reyndu hvað hægt væri að gera lítið úr því að kjósendur í Georgíu hefðu valið hana og Biden til að taka við stjórnartaumum í Hvíta húsinu.
Það væri gert með því að fullyrða að kosningasvindl hefði þurft til. Ásökunum um slíkt athæfi hefði oft verið snúið við sagði Harris og að símtalið sýndi raunverulega, grímulausa misnotkun þess valds sem forseta Bandaríkjanna væri fólgið.
Trump gekk hart að Raffensberger um að hann finndi nægilega mörg atkvæði til að snúa úrslitum forsetakosninganna honum í vil. „Það eina sem ég vil gera er þetta. Ég vil bara finna 11.780 atkvæði,“ segir Trump í símtalinu.
Forsetinn þrýsti mjög á flokksbróður sinn og sagði það veikja pólítíska stöðu hans gerði hann ekki eins og hann byði. Hann sjálfur hefði í raun sigrað með hundruð þúsunda atkvæða mun.