Fyrsti upplýsingafundur ársins á vegum almannavarna og landlæknis verður haldinn klukkan 11 í dag. Á sama tíma birtast fyrstu yfirfarnar tölur ársins yfir fjölda smita og tölfræði á vefnum COVID.is.
Yfirfarnar tölur voru síðast birtar 29. desember. Þær hafa ekki verið birtar síðan vegna leyfis starfsfólks.
Upplýsingafundurinn verður sem fyrr sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu og á vefnum. Honum verður einnig útvarpað á Rás 2. Hann verður túlkaður á pólsku á RÚV 2 og á ruv.is.
Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn verða til svara á upplýsingafundinum.