Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Dauði stúlku í frumskógi í Malasíu var slys

04.01.2021 - 06:32
epa08918137 A screengrab from a video released by the Malaysian Judiciary shows Meabh Quoirin (C-R) and Sebastian Quoirin (C-L), parents of late schoolgirl Nora Anne Quoirin, attending the verdict for inquest into the death of the Irish-French teenager via live stream, Malaysia, 04 January 2021. Nora's body was found on 13 August 2019. Nora disappeared while on a holiday with her family at 'The Dusun' resort, in a nature reserve near Seremban, 63 kilometers south of Kuala Lumpur, Malaysia. Her father raised the alarm when he discovered her missing from her bedroom on 04 August 2019.  EPA-EFE/Malaysian Judiciary HANDOUT  BEST QUALITY AVAILABLE HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Malaysian Judiciary
Malasískur dánardómsstjóri hefur komist að þeirri niðurstöðu að fransk-írska unglingsstúlkan Nora Anne Quoirin hafi látist af slysförum í frumskógi í Malasíu í ágúst 2019 .

Quoirin, sem var fimmtán ára, var á ferð með fjölskyldu sinni um afskekkt náttúruverndarsvæði þegar hún hvarf.

Að sögn dómsstjórans eru engin merki um að brotið hafi verið á henni. Hún hafi að öllum líkindum dáið úr hungri eftir að hafa villst um skóginn dögum saman.

Réttarrannsókn vegna andláts Quoirin hófst í ágúst og stóð fram í desember. Vegna kórónuveirufaraldursins voru öll vitnin, 40 að tölu, yfirheyrð með fjarfundabúnaði.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV