Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Aflýsa opinberum kaþólskum messum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
David Tencer biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hefur ákveðið að aflýsa öllum  opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ekki sé hægt að fylgja sóttvarnarreglum í messum kirkjunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá kaþólsku kirkjunni.

Sóttvarnarreglur hafa tvisvar verið brotnar í Landakotskirkju um hátíðirnar, síðast í gær þegar lögregla var kölluð til þegar þar var verið að messa á pólsku. Fimmtíu og einn var í kirkjunni en samkvæmt sóttvarnareglum mega aðeins tíu koma saman í kirkjum landsins. Sóttvarnarreglur voru einnig brotnar í Landakotskirkju á aðfangadagskvöld þegar alltof margir tóku þar þátt í messu. 
Biskupinn biðlar til þeirra sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum að breyta þeim þar sem jafnræðis sé ekki gætt.