Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Þríeykið er manneskja ársins á Rás 2

03.01.2021 - 12:54
Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæ� / RÚV
Þríeykið, Alma D. Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, eru manneskjur ársins á Rás 2. Víðir Reynisson segir frábært að fá viðurkenningu fyrir þá vinnu sem teymið hefur unnið allt árið. Hann segir ljóst að verkefnið sé ekki aðeins í höndum þeirra þriggja. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni sem þurfti alla til að taka þátt í,“ segir hann. Því taki þau við viðurkenningunni fyrir hönd stórs hóps.

Hann segist enn kljást við ýmsa af fylgikvillum COVID-19, síþreytu, svima og höfuðverki. „En maður þarf bara að vera þolinmóður og byggja sig hægt og rólega upp,“ segir Víðir og bætir við að COVID-19 göngudeildin hafi haldið vel utan um hann. 

„Maður nýtir þessa reynslu í baráttuna næstu mánuðina og maður á auðveldara með að setja sig í spor þeirra sem veikjast,“ segir hann. Þetta verði ár viðspyrnunnar, hörku varnarleikur hafi verið unninn allt síðasta ár. Nú sé verið að byggja upp sóknina. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV