Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ökumaður forðaði sér eftir bílveltu í Hafnarfirði

03.01.2021 - 12:38
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Ökumaður kom sér af vettvangi eftir bílveltu í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók hann nokkru síðar og færði í fangaklefa. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá voru einnig tveir handteknir í Reykjavík í morgun, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. 

Eins og greint var frá í morgun var í nógu að snúast hjá lögreglunni í nótt en á þriðja tug útkalla bárust vegna hávaða og ónæðis af flugeldum. Á áttunda tímanum í gærkvöldi kom upp eldur í grilli á svölum húss í miðbæ Reykjavíkur og nokkuð var um slys og óhöpp. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV