Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Ég vil bara finna 11.780 atkvæði“

epa08879865 US President Donald Trump walks before boarding Marine One on the South Lawn of the White House in Washington, D.C., USA, 12 December 2020. Trump is going to attend the 121st Army-Navy Football Game at  United States Military Academy in West Point.  EPA-EFE/YURI GRIPAS / POOL
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Mynd: EPA-EFE - BLOOMBERG POOL
Donald Trump Bandaríkjaforseti bað flokksbróður sinn, Brad Raffensperger, háttsettan ráðamann í Georgíuríki sem stýrir meðal annars framkvæmd kosninga, um að „finna“ nógu mörg atkvæði til þess að úrslit forsetakosninganna í ríkinu yrðu honum sjálfum í hag.

Í klukkutímalöngu símtali, sem Washington Post hefur upptöku af undir höndum, heyrist forsetinn hóta Raffensperger sem ítrekað bendir honum á að úrslit kosninganna séu réttmæt og að hugmyndir hans byggi á samsæriskenningum. Repúblikanar töpuðu í Georgíu í fyrsta skipti frá árinu 1992. 

Varar Raffensperger við því að taka „mikla áhættu“

Trump beitir Raffensperger miklum þrýstingi og segir að með því að leita ekki að týndum atkvæðum í Fulton-sýslu sé Raffensperger að fremja lögbrot og varar hann við því að með því taki hann „mikla áhættu“. Það muni einnig veikja pólitíska stöðu hans: „Það eru mikilvægar kosningar fram undan hjá þér, og vegna þess sem þú hefur gert forsetanum, mun fólk ekki kjósa þig. Og margir Repúblikanar munu kjósa gegn þér, því fólk er reitt yfir því sem þú hefur gert forsetanum. Þú yrðir mjög mikils virtur ef þú myndir bregðast við,“ segir hann.   

„Fólkið í Georgíu er reitt, og fólkið í  landinu er reitt,“ segir Trump í símtalinu og bætir við að það sé ekkert að því að segja að þú hafir reiknað þetta aftur. Raffensperger svarar forsetanum fullum hálsi og segir að hann byggi á röngum gögnum. 

„Þarft að skoða þetta með fólki sem vill finna lausnir“

„Það eina sem ég vil gera er þetta. Ég vil bara finna 11.780 atkvæði,“ segir Trump, en Biden sigraði í Georgíu með 11.779 atkvæðum. „Það getur ekki verið að ég hafi tapað í Georgíu. Ég sigraði með hundruð þúsundum atkvæða,“ bætir hann við. 

Forsetinn var óþreyjufullur í símtalinu og kallaði Raffensperger meðal annars „barn“. Hann sagði það sýna að Raffensperger væri annað hvort óheiðarlegur eða óhæfur, að hann sæi ekki hversu víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. 

„Segðu mér Brad, hvað eigum við að gera? Við unnum og það er ekki sanngjarnt að sigurinn sé tekinn af okkur,“ sagði Trump. „Ég held þú verðir að segja að þú þurfir að skoða þetta betur, og þú getur gert það, en þú þarft að skoða þetta með fólki sem vill finna lausnir, ekki fólki sem vill ekki finna lausnir,“ bætir hann við.