Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Daglega eru slegin met í kórónuveirusmitum vestra

epa08308213 Nurses prepare a test kit before collecting a specimen from a patient at a coroanvirus drive through testing location in Seattle, Washington, USA, 19 March 2020. UW Medicine is offering COVID-19 tests to patients with appointments after an initial screening.  EPA-EFE/STEPHEN BRASHEAR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Alls greindust 277 þúsund ný kórónuveirusmit í Bandaríkjunum á laugardag. Enn einu sinni er slegið met, en aldrei hafa fleiri greinst með COVID-19 þar í landi á einum degi.

Nú hafa alls 20,4 milljónir smitast og rétt tæplega 350 þúsund látist af völdum sjúkdómsins í Bandaríkjunum sem hafa orðið ríkja verst úti ífaraldrinum. Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, varaði við því skömmu eftir jól að ástandið þar gæti enn átt eftir að versna.

Nú hafa 4,2 milljónir Bandaríkjamanna fengið fyrsta skammt bóluefnis gegn COVID-19 en um 13 milljónum skammta hefur verið dreift um landið. Það er verulega undir markmiði Trump-stjórnarinnar sem lofaði 20 milljón bólusetningum fyrir árslok 2020.