Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Enn búist við að finna fólk á lífi í bænum Ask

01.01.2021 - 08:17
epa08913365 Fireworks on New Year's Eve over the landslide at Ask in Gjerdrum, Norway, 01 January 2021. Several homes have been taken by the avalanche and 10 people are missing. More than 1,000 people in the area have been evacuated.  EPA-EFE/Jil Yngland  NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB
Enn hafa þau tíu sem saknað er í bænum Ask ekki fundist. Þeirra á meðal eru tvö börn. Norska ríkisútvarpið hefur eftir Harald Wisløff, sem stjórnar aðgerðum, að enn sé gert ráð fyrir að fólk finnist á lífi enda lífslíkur miklar sé nægt súrefni til staðar.

Jafnvel segir hann mögulegt að lifa dögum saman við þær aðstæður sem uppi eru. Haft er eftir lögreglu að öruggt sé að fólk sé að finna í skriðunni, það geti verið fleiri eða færri en þau tíu sem saknað er.

Til stendur að senda leitarflokk inn á svæðið, sem hefur ekki þótt óhætt fram að þessu. Ekki liggur fyrir hvenær sá leitarhópur er væntanlegur en að sögn Ketil Lund, eins skipuleggjenda leitarinnar, er búist við honum í dag.