Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Útgöngubann í borgum á Indlandi

31.12.2020 - 10:17
epa08893197 Indian health worker collects swab samples for a coronavirus COVID-19 Rapid Antigen detection tests from passengers coming from other states of India to Mumbai, at Dadar Terminus in Mumbai, India, 19 December 2020. India, the world's second-hardest hit nation by the coronavirus disease (COVID-19) pandemic, has crossed the 10-million mark of infections as the country awaits several emergency vaccines to be approved.  EPA-EFE/DIVYAKANT SOLANKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Útgöngubann hefur verið fyrirskipað í kvöld og nótt í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands, og öðrum helstu borgum landsins vegna COVID-19 farsóttarinnar. Fólki er skipað að halda sig heima frá ellefu í kvöld til sex í fyrramálið. Fram að því mega einungis fimm manns koma saman. Alla jafna safnast þúsundir saman í miðborg Nýju Delhi til að fagna áramótum.

Útgöngubannið gildir einnig annað kvöld. Í Mumbai, viðskiptahöfuðborg Indlands, og öðrum borgum í Maharashtra ríki verður útgöngubann að kvöldi og nóttu til fimmta janúar. 

Samkvæmt opinberum tölum hafa yfir tíu milljónir Indverja smitast af COVID-19 frá því að farsóttin blossaði upp. Einungis í Bandaríkjunum hafa fleiri smitast. Tilkynningum um smit hefur fækkað mjög undanfarnar vikur. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV