Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skotglaðir trufla kvöld- og næturfrið

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust margar tilkynningar um hávaða og ónæði af flugeldum í gærkvöld og í nótt. Ekkert hverfi eða bæjarfélag er þar undanskilið.

Alls eru 44 mál af ýmsu tagi skráð í dagbók lögreglunnar eftir nóttina og gista sjö fangageymslur. Nokkur erill var einnig hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins líkt og algengt er á þessum árs að sögn varðstjóra. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV