Hátíðahöld um áramót með breyttu sniði

epa08912270 The Sydney Harbour Bridge pylon is lit with a COVID-19 safe message ahead of the midnight fireworks during New Year's Eve celebrations in Sydney, New South Wales (NSW), Australia, 31 December 2020. Sydneysiders were asked to stay home and watch the fireworks on television this year due to the coronavirus disease (COVID-19) pandemic.  EPA-EFE/DEAN LEWINS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP

Hátíðahöld um áramót með breyttu sniði

31.12.2020 - 11:52

Höfundar

Hátíðahöld eru lágstemmd víða um heim um áramótin. Viðamiklar flugeldasýningar fara þó fram í nokkrum borgum, en fólk er beðið um að horfa á þær í sjónvarpi eða tölvunni til að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist út.

Áramótin gengu í garð klukkan tíu í morgun í Kyrrahafsríkjunum Kíribatí og Samóa og tveimur klukkustundum síðar í Sydney í Ástralíu. Þar er venjan að fagna nýju ári með viðamikilli flugeldasýningu að viðstöddu fjölmenni víða að úr heiminum. Vegna COVID-19 faraldursins er borgin núna sannkölluð draugaborg að sögn dagblaðsins Sydney Morning Herald. Einungis þrjú hundruð manns var heimilað að vera við flugeldasýninguna.

Sömu sögu er að segja víða annars staðar í heiminum, svo sem í Frakklandi, Lettlandi og Brasilíu, þar sem lögreglu og herliði hefur verið fyrirskipað að vera á verði og koma í veg fyrir að fólk safnist saman. Í Lundúnum hefur bandarísku söngkonunni og lagahöfundinum Patti Smith verið falið að syngja inn nýja árið. Flutningurinn verður sýndur á skjá á Piccadillytorgi og streymt á YouTube.