Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Geðhjálp hlýtur styrk minningarjóðs Gunnars Thoroddsen

31.12.2020 - 04:32
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar tók við hálfrar milljón króna styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen í gær. Fámenni var við athöfnina í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Þetta er í 34. sinn sem styrkur er veittur úr sjóðnum sem hjónin Benta og Valgarð Briem stofnuðu í árslok 1985. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi borgarstjóri og forsætisráðherra hefði orðið 75 ára þann dag.

Á vef Reykjavíkurborgar segir að Geðhjálp hljóti styrkinn að þessu sinni „fyrir baráttu og stuðning við málefni geðfatlaðs fólks og fólks með geðrænar áskoranir auk þess að fræða almenning um geðheilbrigði og geðsjúkdóma og draga þannig úr fordómum í garð fólks með geðraskanir.“

„Við ættum að nýta næstu misseri til taka til í hugmyndafræði geðheilbrigðis, leita í auknu mæli annarra leiða en eingöngu lyfjalausna, ræða aukna þátttöku notenda í eigin meðferð og annarra og vinna með manneskjur út frá styrkleikum þeirra,“ sagði Héðinn Unnsteinsson þegar hann tók við styrknum.