„Ótrúleg þrautseigja hjá þjóðinni og það kom sér vel að hafa nýtt góðu árin til að geta tekið þetta ástand og mætt áskorunum af krafti.“ sagði Bjarni.
„Það er náttúrulega ekki hægt að svara þessarri spurningu án þess að nefna eitt stykki heimsfaraldur. Það er það sem hefur yfirskyggt allt annað á þessu ári en ég gæti líka nefnt ýmsar þær náttúruhamfarir sem við höfum verið að eiga, þannig að þetta er ár hamfara en þetta er líka ár sem hefur sýnt úr hverju íslenskt samfélag er gert,“ segir Katrín.
Alþingiskosningar fara fram á næsta ári. Þau segja að það geti haft áhrif á stjórnarsamstarfið.
„Það er nú það, það er alltaf þannig að lokaár kjörtímabils virkar þannig að allir eru mjög þandir á taugum og þannig verður það örugglega í ár eins og önnur kosningaár.“