Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði endurskoðað á morgun

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafa ákveðið að rýmingarsvæðið á Seyðisfirði verði óbreytt fram að hádegi á morgun, en þá verður frekari ákvörðun tekin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild.

Þar segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin eftir athuganir sérfræðinga Veðurstofu Íslands og hreinsunarstarf á Seyðisfirði í dag.