Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ónæði af flugeldum um allt höfuðborgarsvæðið

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjöldi tilkynninga um hávaða og ónæði af völdum sprengiglaðra í öllum hverfum borgarinnar í gærkvöld og nótt.

Jafnframt bárust sex tilkynningar um heimilisofbeldi en alls eru 68 mál skráð í dagbók lögreglunnar. Fimmtán ára stúlka var tekin fyrir hnupl í verslun í Breiðholti í gærkvöldi auk þess sem hún var grunuð um vörslu fíkniefna. Málið var tilkynnt barnavernd og stúlkan færð heim til móður sinnar.

Umferðaróhapp varð síðdegis í gær þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum sem skall á umferðarljósi. Enginn slasaðist í árekstrinum. Auk þessa var talsvert um ölvun og akstur farartækja undir áhrifum áfengis og fíkniefna

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV