Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lögleiða fóstureyðingar í Argentínu

30.12.2020 - 13:40
Pro-choice protesters wait during the vote in the Senate for the legalization of abortion, outside the National Congress, in Buenos Aires, Argentina, 29 December 2020. Protesters are on the streets this Tuesday awaiting the result of the vote in the Senate on the abortion law. Thousands of attendees are expected to hold a vigil in the Plaza del Congreso during the early morning while the parliamentary discussion drags on until a decision is finally known, in the early hours of Wednesday. EPA-EFE/Juan Ignacio Roncoroni
 Mynd: Juan Ignacio Roncoroni - EPA-EFE
Efri deild argentínska þjóðþingsins lögleiddi í dag fóstureyðingar til og með 14 viku meðgöngu. Fjöldi fólks hópuðust út á götu í gær meðan beðið var eftir niðurstöðu þingsins en heitar umræður stóðu yfir allt að tólf tíma í þinginu áður en löggjöfin var samþykkt með 38 atkvæða meirihluta. 29 greiddu atkvæði á móti.

Fagnaðarlæti brutust út þegar niðurstaðan varð ljós og umlukti grænn reykur mannfjöldann samkvæmt fréttastofu Reuters. Hingað til hefur fóstureyðing aðeins verið heimil í Argnetínu sé þungun vegna nauðgunar eða ef móður stafi lífshætta af meðgöngunni.

Vilma Ibarra, fyrrum þingmaður og höfundur frumvarpsins, sagði af tilefninu: 

„Þetta hefur verið barátta í mörg ár, margar konur létu lífið. Aldrei aftur þarf kona að láta lífið við ólöglega fóstureyðningu.“

Forseti Argentínu, Alberto Fernandez, lýsti einnig yfir stuðningi við lögin á Twitter reikningi sínum í dag meðan Francis páfi skrifaði tíst í gær sem má túlka sem andstsöðu hans við frumvarpið í heimalandinu.

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot

Hingað til hafa fóstureyðingar aðeins verið löglegar í Úrúgvæ, á Kúbu og í Mexíkóborg og Oaxaca-ríki Mexíkó. Efri deild þingsins í Argentínu felldi lagafrumvarp sem heimilaði fóstureyðingar til og með 14 viku meðgöngu 2018 og safnaðist einnig fjöldi fólks við þinghúsið meðan hart var tekist á um frumvarpið.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV