Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hert á útgöngubanni í Frakklandi

epaselect epa08903851 A general night view showing Eiffel tower during curfew time in Paris, France, 25 December 2020. Due to the still high number of Covid-19 cases, a curfew is imposed between 8 pm and 6 am effective from 15 December 2020.  EPA-EFE/Julien de Rosa
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Til stendur að herða enn reglur um útgöngubann á þeim svæðum Frakklands þar sem kórónuveirufaraldurinn kemur þungt niður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu heilbrigðsráðherra landsins, Olivier Véran.

Núgildandi reglur gera ráð fyrir að fólk haldi sig heimavið frá átta að kvöldi til sex að morgni, nema gildar ástæður kalli á annað. Heimilt er að bregða frá því vegna atvinnu eða læknisheimsókna eða af öðrum sambærilegum ástæðum.

Frá 1. janúar næstkomandi verða allir að halda sig heima við frá klukkan sex að kvöldi samkvæmt hinum nýju reglum franska heilbrigðisráðuneytisins.