Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Andófsfólk frá Hong Kong dæmt til fangavistar og sektar

30.12.2020 - 04:44
epa08907806 Family members of the 12 arrested people in China attend a press conference as trial in Shenzhen has concluded without a verdict in Hong Kong, China, 28 December 2020. The 12 people have been detained for over 130 days after they were intercepted at the sea in August as they allegedly tried to flee from Hong Kong to Taiwan by speedboat.  EPA-EFE/MIGUEL CANDELA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kínverskur dómstóll í Shenzen-héraði dæmdi í morgun tíu manns til allt að þriggja ára fangelsisvistar og fjársektar fyrir tilraun til að flýja Hong Kong síðastliðið sumar.

Tvö ungmenni hljóta ekki refsingu og voru flutt aftur til Hong Kong eftir að dómur var kveðinn upp. Kínverska strandgæslan tók hópinn höndum á flótta til eyríkisins Taívan í ágúst. Ríkið hefur opnað dyr sínar fyrir flóttafólki frá Hong Kong.

Tólfmenningar hafa verið í haldi síðan, eða um 130 daga skeið. Lögfræðingar þeirra sem hlutu dóm segja refsingu þeirra alltof þunga og að engar sönnur hefðu verið færðar á fyrirhugaðan flótta þeirra. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að fólkið, sem hefði verið að flýja ógnarstjórn, verði umsvifalaust látið laust.

Tang Kai-yin hlaut þriggja ára dóm og Quinn Moon tveggja. Hverju og einu hinna dæmdu er gert að greiða 20 þúsund juana sekt, sem nemur tæplega 400 þúsund íslenskum krónum.